Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. desember 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Liverpool spilar úrslitaleik í kvöld
Mun Steven Gerrard leiða Liverpool til sigurs í kvöld?
Mun Steven Gerrard leiða Liverpool til sigurs í kvöld?
Mynd: Getty Images
Það eru átta leikir á dagskrá í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Gífurleg spenna er í loftinu fyrir leiki kvöldsins þar sem Juventus tekur á móti Atletico Madrid í toppslag A-riðils á sama tíma og Olympiakos tekur á móti Malmö.

Olympiakos á ennþá möguleika á því að komast upp úr riðlinum, liðið þarf að treysta á tap hjá Juventus og stóran sigur gegn Malmö.

Í B-riðli er úrslitaleikur um 2. sætið þegar Liverpool tekur á móti Basel á Anfield Road. Sigurliðið kemst í útsláttarkeppni, þó að Svisslendingarnir í Basel þurfi aðeins jafntefli.

Í C-riðli á Monaco úrslitaleik við Zenit um annað sætið, en Benfica er óvænt á botninum með fjögur stig og Bayer Leverkusen er búið að tryggja sig áfram.

Þá eru það Arsenal og Dortmund sem berjast um toppsæti D-riðils. Arsenal heimsækir botnlið Galatasaray sem keppir einungis uppá stoltið í kvöld á meðan Dortmund á heimaleik gegn Anderlecht sem fer í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

A-riðill:
19:45 Juventus - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 4)
19:45 Olympiakos - Malmö

B-riðill:
19:45 Real Madrid - Ludogorets
19:45 Liverpool - Basel (Stöð 2 Sport)

C-riðill:
19:45 Monaco - Zenit
19:45 Benfica - Bayer Leverkusen

D-riðill:
19:45 Dortmund - Anderlecht
19:45 Galatasaray - Arsenal (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner