Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. desember 2014 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Liverpool úr leik
Fabian Frei skoraði mark Basel sem kom þeim áfram
Fabian Frei skoraði mark Basel sem kom þeim áfram
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey var hetja Arsenal í kvöld
Aaron Ramsey var hetja Arsenal í kvöld
Mynd: Getty Images
Það var líf og fjör í Meistaradeild Evrópu í kvöld en fjórir riðlar kláruðust og var spennan í hámarki undir lok leikjanna.

Liverpool og Basel gerðu 1-1 jafntefli á Anfield. Gestirnir voru töluvert betri í fyrri hálfleik og uppskar liðið eftir því en Fabian Frei skoraði laglegt mark á 25. mínútu á meðan Liverpool tókst varla að ógna marki Basel.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði tvær breytingar í hálfleik en Lazar Markovic og Alberto Moreno komu inn. Markovic þakkaði Rodgers það með því að fá beint rautt spjald fimmtán mínútum síðar.

Hann sló þá til Behrang Safari og uppskar rautt spjald fyrir. Liverpool sótti gríðarlega mikið undir lok leiks og bar það árangur er liðið fékk aukaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir.

Steven Gerrard tók spyrnuna og smellti honum við samskeytin, stórglæsilegt mark þar sem Gerrard minnti hressilega á sig. Liverpool hélt áfram að sækja undir loking og var nálægt því að ná sigurmarki en Tomas Vaclik gerði vel í marki Basel.

Lokatölur 1-1 og Basel því áfram í 16-liða úrslitin á kostnað Liverpool og Ludogorets en Real Madrid fer með þeim.

Real Madrid sigraði Ludogorets örugglega með fjórum mörkum gegn engu. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu á 20. mínútu en Marcelinho var þá rekinn af velli í liði Ludogorets. Gareth Bale bætti við öðru áður en fyrri hálfleikur kláraðist. Alvaro Arbeloa og Alvaro Medran gerðu tvö mörk í síðari hálfleik til að gulltryggja sigurinn.

Arsenal sigraði þá Galatasaray með þremur mörkum gegn einu. Lukas Podolski kom gestunum yfir með þrumufleyg upp í þaknetið eftir sendingu Aaron Ramsey áður en velski landsliðsmaðurinn bætti við öðru marki.

Ramsey skoraði svo með þrumufleyg af 35 metrunum. Markið var magnað og sást það klárlega á viðbrögðum Yaya Sanogo og Wojciech Szczesny, leikmönnum liðsins. Wesley Sneijder minnkaði muninn undir lok leiks áður en Podolski gulltryggði þetta með fjórða markinu.

Borussia Dortmund gerði 1-1 jafntefli við Anderlecht í sama riðli.

Í A-riðli fara Atletico Madrid og Juventus áfram en liðin gerðu markalaust jafntefli í kvöld á meðan Olympiakos vann Malmö FF 4-2.

Monaco og Bayer Leverkusen fara þá fram úr C-riðli.

A-riðill:

Olympiakos 4 - 2 Malmö FF
1-0 David Fuster ('22 )
1-1 Simon Kroon ('59 )
2-1 Alejandro Dominguez ('63 )
2-2 Markus Rosenberg ('81 )
3-2 Konstantinos Mitroglou ('87 )
4-2 Ibrahim Afellay ('90 )
Rautt spjald: Enoch Kofi Adu, Malmo FF ('90)

Juventus 0 - 0 Atletico Madrid

B-riðill:

Liverpool 1 - 1 Basel
0-1 Fabian Frei ('25 )
1-1 Steven Gerrard ('81 )
Rautt spjald:Lazar Markovic, Liverpool ('60)

Real Madrid 4 - 0 Ludogorets
1-0 Cristiano Ronaldo ('20 , víti)
2-0 Gareth Bale ('38 )
3-0 Alvaro Arbeloa ('80 )
4-0 Alvaro Medran ('88 )
Rautt spjald:Marcelinho, Ludogorets ('19)

C-riðill:

Monaco 2 - 0 Zenit
1-0 Aymen Abdennour ('63 )
2-0 Fabinho ('89 )

Benfica 0 - 0 Bayer Leverkusen
Rautt spjald:Omer Toprak, Bayer ('90)

D-riðill:

Galatasaray 1 - 4 Arsenal
0-1 Lukas Podolski ('3 )
0-2 Aaron Ramsey ('11 )
0-3 Aaron Ramsey ('29 )
1-3 Wesley Sneijder ('89 )
1-4 Lukas Podolski ('90 )

Borussia Dortmund 1 - 1 Anderlecht
1-0 Ciro Immobile ('58 )
1-1 Aleksandar Mitrovic ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner