Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. desember 2014 19:30
Elvar Geir Magnússon
Pele útskrifaður af sjúkrahúsi: Stefni á Ólympíuleikana
Pele í besta skapi.
Pele í besta skapi.
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Pele sagði kíminn við fjölmiðlamenn að hann væri nú farinn að setja stefnuna á Ólympíuleikana eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi.

Þessi 74 ára brasilíska goðsögn var 16 daga á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paolo vegna þvagfærasýkingar.

Um tíma voru fréttir af því að ástand hans væri alvarlegt en þær fréttir svo dregnar til baka.

„Ég þakka Guði fyrir að mér líður vel og hef náð bata. Ég vill þakka öllum sem hafa sent mér góðar kveðjur. Ég hef fengið skilaboð frá Kína, Pakistan og næstum öllum þjóðum Evrópu," sagði Pele.

„Það er gott að vita af þessum stuðningi og nú bý ég mig undir Ólympíuleikana!"
Athugasemdir
banner
banner