Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 09. desember 2014 09:40
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Pogba til Manchester City?
Powerade
Paul Pogba er orðaður við Manchester City.
Paul Pogba er orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Cavani vill fara til Arsenal.
Cavani vill fara til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Allt helsta slúðrið úr enska boltanum er að sjálfsögðu á sínum stað í dag.



Edinson Cavani (27) framherji PSG vill fara til Arsenal í janúar. (Metro)

Manchester City ætlar að reyna að fá Paul Pogba (21) frá Juventus en félagið sér hann sem framtíðar arftaka Yaya Toure (31). (Sun)

Samir Nasri (27) segir að framtíð sín hjá Manchester City sé í óvissu. (Daily Mail)

Atletico Madrid segir að varnarmaðurinn Diego Godin (28) sé ekki til sölu en Manchester United hefur sýnt honum áhuga. (Daily Star)

Aðrar fréttir segja að Atletico sé tilbúið að selja Godin á 28,5 milljónir punda í janúar. (Daily Express)

Winston Reid (26), varnarmaður West Ham, verður samningslaus næsta sumar en hann er að biðja um mikla launahækkun. West Ham gæti því selt Reid í janúar en Arsenal og Liverpool hafa áhuga. (Daily Mirror)

Gilles Grimandi, njósnari Arsenal, hefur fylgst með Layvin Kurzawa (22) vinstri bakverði Monaco en hann er metinn á 15 milljónir punda. (Daily Mail)

Liverpool vill fá Diafra Sakho (24) frá West Ham. (Metro)

Liverpool þarf að borga fjórar milljónir punda til að fá bakvörðinn Maxi Pereira (30) frá Benfica. (Daily Mirror)

Paulo Dybala (21) er að gera nýjan samning við Palermo en Manchester United, Liverpool og Arsenal hafa sýnt þessum argentínska framherja áhuga. (Daily Star)

Harry Redknapp, stjóri QPR, vill fá Robbie Keane (34) á láni rá La Galaxy. (Daily Express)

Daley Blind (24), leikmaður Manchester United, er á góðri leið með að snúa aftur eftir hnémeiðsli. (Daily Mail)

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er að íhuga að láta Diego Costa byrja gegn Sporting Lisabon á miðvikudag til að koma honum í betri leikæfingu. (Guardian)

Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að liðið muni aldrei leita til Andre Villas-Boas til að taka við af Brendan Rodgers. (Talksport)

Kyle Walker gæti spilað sinn fyrsta leik í níu mánuði þegar Tottenham mætir Besiktas á fimmtudaginn. (Daily Mirror)

John Terry hefur keypt sjö herbergja hús af golfaranum Colin Montgomerie á 4,35 milljónir punda. (Sun)

Frank Lampard gæti farið í pólítík þegar hann leggur fótboltaskóna á hilluna. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner