Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. desember 2014 10:36
Magnús Már Einarsson
Rodgers: Leikmenn geta skrifað sig í sögubækurnar
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
,,Þetta verður frábært kvöld og það er undir okkur komið að klára dæmið," segir Brendan Rodgers stjóri Liverpool um leik liðsins gegn Basel í Meistaradeildinni í kvöld.

Liverpool verður að vinna leikinn á Anfield í kvöld til að komast áfram í 16-liða úrslit en Basel nægir jafntefli.

,,Við hefðum tekið þessa stöðu eftir að dregið var í riðla. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn að komast áfram og skrifa sig um leið í sögubækurnar."

Liverpool var ekki í ósvipaðri stöðu fyrir tíu árum þegar liðið sigraði Olympiakos 3-1 í lokaleik riðilsins og komst um leið áfram. Liverpool sigraði AC Milan síðan í ótrúlegum úrslitaleik síðar á því tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner