Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 09. desember 2014 22:17
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers um rauða spjaldið: Skelfilegur dómur
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, var ósáttur með dómgæsluna er lið hans datt úr leik fyrir Basel í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Liverpool er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn Basel í kvöld en liðið mun leika í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á næsta ári.

Enska liðið lék manni færri síðasta hálftímann er Lazar Markovic var rekinn af velli með beint rautt spjald fyrir að slá til Behrang Safari en Rodgers var afar ósáttur með dómgæsluna þar.

,,Þetta var skelfilegur dómur. Dómarinn var vægast sagt slakur í kvöld," sagði Rodgers.

,,Markovic hefur verið að koma inná og sýnt takta og þó svo hann hafi sett höndina út þá var þetta ekki rautt spjald. Dómarinn sér bara leikmann sem liggur í jörðina og búinn að hylja andlit sitt en ég veit ekki hvort hann sá atvikið í raun og veru," sagði Rodgers.

,,Ég verð að skoða það með eigendunum hvort við fjárfestum í leikmönnum í janúar en það var eytt háum fjárhæðum í sumar," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner