Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. desember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Eibar klifrar upp töfluna
Raul Navas skoraði fjórða mark Eibar í kvöld.
Raul Navas skoraði fjórða mark Eibar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Tveimur lokaleikjum 14. umferðar spænsku efstu deildarinnar lauk í gærkvöldi.

Nýliðar Eibar eru að klifra upp töfluna eftir tvo sigra í röð. Í gær vann liðið sannfærandi sigur á heimavelli og skoraði fimm mörk gegn Almeria.

Levante gerði svo jafntefli við Getafe í síðari leik gærkvöldsins, en bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar.

Almeria er með 10 stig í fallbaráttunni eftir tapið gegn Eibar, sem er komið með 19 stig í 9. sæti deildarinnar.

Eibar 5 - 2 Almeria
1-0 Federico Piovaccari ('3)
2-0 Saul Berjon ('21)
3-0 Raul Albentosa ('31)
3-1 Fernando Soriano ('43)
4-1 Raul Navas ('57)
5-1 Ander Capa ('74)
5-2 Edgar Mendez ('77)

Levante 1 - 1 Getafe
0-1 Karim Yoda ('56)
1-1 Rafael Martins ('71)
Athugasemdir
banner
banner