þri 09. desember 2014 15:30
Magnús Már Einarsson
Stig tekið af Parma
Parma hefur tvívegis unnið Evrópukeppni félagsliða.
Parma hefur tvívegis unnið Evrópukeppni félagsliða.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Parma má muna sinn fífil fegurri þessa dagana.

Félagið er í neðsta sæti í Serie A og til að bæta gráu ofan á svart hefur eitt stig verið tekið af liðinu.

Ástæðan er sú að leikmenn hafa ekki fengið borguð laun en Parma á í fjárhagsvandræðum.

Eftir að hafa misst stigið situr Parma nú á botninum með fimm stig eftir 14 umferðir.

Tommaso Girardi, forseti Parma, og Pietro Leonardi framkvæmdastjóri félagsins hafa einnig verið dæmdir í tveggja mánaða vegna vandræða félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner