Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. desember 2014 15:00
Magnús Már Einarsson
Tekur frí í skólanum til að spila við Liverpool
Fæddur árið 1997.
Fæddur árið 1997.
Mynd: Getty Images
Breel Embolo verður í eldlínunni þegar Basel heimsækir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum.

Þessi 17 ára gamli sóknarmaður þurfti að taka sér frí í skólanum til að fara með liði Basel til Englands en fáir leikmenn hafa þurft að gera það fyrir leiki á Anfield í gegnum tíðina.

Embolo flutti með fjölskyldu sinni frá Kamerún til Sviss þegar hann var sex ára gamall en hann hefur verið hjá Basel undanfarin fjögur ár.

20 njósnarar munu fylgjast vel með Embolo í leiknum í kvöld en Manchester United, City, FC Bayern, Barcelona og Real Madrid hafa sýnt honum áhuga.

Auk þess hafa þýsku félögin Borussia Dortmund og Wolfsburg fylgst með honum frá 13 ára aldri.

Embolo var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni.

Hann varð á dögunum sjötti yngsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar þegar hann skoraði í 4-0 sigrinum á Ludogorets.
Athugasemdir
banner
banner