banner
   þri 09. desember 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Theodór Elmar í liði fyrri hluta tímabils í Danmörku
Theodór Elmar Bjarnason.
Theodór Elmar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í dönsku úrvalsdeildinni er um það bil hálfnuð og komið er vetrarfrí en næstu leikir fara fram í lok febrúar.

Berlinske Tidende hefur valið lið leikmanna sem hafa vakið athygli í fyrri helming mótsins.

Þar eru bæði leikmenn sem hafa slegið í gegn og einhverjir leikmenn sem hafa valdið vonbrigðum.

Theodór Elmar Bjarnason er í liðinu af góðri ástæðu en BT velur hann í liðið fyrri góða frammistöðu með Randers.

Elmar hefur leikið á kantinum hjá Randers en í íslenska landsliðinu hefur hann spilaði stöð hægri bakvarðar.

Sjá einnig:
Ítarlegt viðtal við Elmar í síðasta mánuði
Athugasemdir
banner
banner