Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. desember 2014 22:49
Brynjar Ingi Erluson
Twitter eftir leik - KR skoraði tvö á móti Basel
Mynd: Getty Images
Það var allt um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld en Liverpool datt úr leik á meðan Basel skellti sér í 16-liða úrslitin ásamt Arsenal.

Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Basel. Steven Gerrard jafnaði undir lok leiksins og var Liverpool nálægt því að skora sigurmarkið en það kom þó ekki.

Gengi Liverpool hefur verið afar slakt á þessari leiktíð en margir vilja fá Brendan Rodgers, stjóra félagsins, burt.




Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net.
Algjör óþarfi að hafa áhyggjur af mínum mönnum í Liverpool. Förum í Evrópudeildina og sigur þar gefur Meistaradeildarsæti.

Björgvin Stefánsson, leikmaður Hauka.
Bannað að dæma og allt það en ég er officially kominn á #RodgersOut vagninn

Arnar Smárason, stuðningsmaður Liverpool.
Ef Brendan hrósar baráttu Liverpool eftir rauða spjaldið þá geng ég út. Þú ert í fokkin CL. Barátta er auto.

Alexander Kostic, leikmaður ÍR.
Jæja Brendan drullastu burt. 140 stafir er ekki nóg til að gera frekari grein fyrir því. Hann er búinn að fokka upp of mörgu

Ágúst Þór Ágústsson, sparkspekingur.
Ég vona að við fáum seinni leikinn heima #EuropaLeague

Alexander Freyr Einarsson, Fótbolta.net.
Þetta er semsagt það sem maður hlakkaði til í mörg ár. Einn sigur gegn búlgörsku liði á heimavelli og fjörið búið. #Martraðardeildin

Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH.
Út með gæruna...

Einar Matthías, stuðningsmaður Liverpool.
Liverpool vann Ludogorets í uppbótartíma á Anfield, meira var það ekki í þessum riðli. Fyrir þennan leik gef ég Rodgers 3,8 #skelfilegt

Hjörtur Hjartarson, 365.
Að þurfa að vera með heilt fótboltafélag á bakinu... #Stevie

Albert Guðmundsson, leikmaður Heerenveen.
KR skoraði tvö á móti Basel.
Athugasemdir
banner