Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. desember 2014 11:30
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í enska - Carroll og Van Persie fremstir
Andy Carroll er í úrvalsliðinu.
Andy Carroll er í úrvalsliðinu.
Mynd: Getty Images
Robin van Persie var gulls ígildi.
Robin van Persie var gulls ígildi.
Mynd: Getty Images
Það urðu stórtíðindi í enska boltanum um liðna helgi þegar topplið Chelsea tapaði fyrir Newcastle. Þá var Arsenal einnig í veseni en liðið tapaði fyrir Stoke 3-2 eftir að hafa lent þremur mörkum undir.

Manchester-liðin unnu bæði nauma sigra en í fallbaráttunni voru það Aston Villa og QPR sem gátu leyft sér að fagna.



Hugo Lloris (Tottenham Hotspur)
Franski markvörðurinn hafði talsvert meira að gera gegn Palace en hann hafði búist við.

Alan Hutton (Aston Villa)
Skotinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Aston Villa sem tryggði Aston Villa sigur.

Fabricio Colocini (Newcastle United)
Hélt Diego Costa í skefjum og var eins og klettur í vörn Newcastle.

Martin Demichelis (Manchester City)
Stóð sig afar vel í hjarta varnarinnar í fjarveru Vincent Kompany og stýrði vörninni vel.

Aaron Cresswell (West Ham United)
Vinstri bakvörðurinn átti flotta frammistöðu en hann hefur staðið sig afar vel síðan hann var keyptur frá Ipswich Town í sumar.

Bojan (Stoke City)
Það tók sinn tíma en Bojan er farinn að stimpla sig inn í ensku úrvalsdeildina. Skoraði eitt gegn Arsenal og hefði getað skorað annað.

Jack Colback (Newcastle United)
Toppframmistaða frá Colback á báðum endum vallarins. Ótrúlega drjúgur í sigrinum gegn Chelsea.

James Milner (Manchester City)
Farinn að spila reglulega í byrjunarliðinu og sýndi gegn Everton af hverju.

Yannick Bolasie (Crystal Palace)
Óútreiknalegi vængmaðurinn skildi Eric Dier eftir ringlaðan.

Andy Carroll (West Ham United)
Líklega leikmaður umferðarinnar. Tvö mörk og stoðsending í sigri gegn Swansea. Stóri Sam Allardyce krossleggur fingur og vonast til að Carroll haldi sér frá meiðslalistanum.

Robin van Persie (Manchester United)
Átti öll þrjú skot Manchester United í naumum sigri gegn Southampton. Farinn að svara gagnrýnisröddum á réttan hátt.

Fyrri úrvalslið í enska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner