Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 09. desember 2014 11:47
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal segir Neville að gæta orða sinna
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, fer ekki leynt með að honum þykir sínir menn heppnir að hafa fengið þrjú stig gegn Southampton í gær.

Hann segir að átta leikmenn United hafi verið að spila undir getu í leiknum.

Hollendingurinn er þó ekki ánægður með hvernig Gary Neville lýsir frammistöðu United og segir þessum fyrrum leikmanni United að gæta orða sinna.

„Hann þarf að hugsa út í það sem hann segir um Manchester United. Sem fyrrum goðsögn í liðinu þarf hann að vita hvað hann er að segja," segir Van Gaal sem telur að Neville sýni félaginu óvirðingu með orðavali sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner