Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. desember 2014 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Dæmið okkur í maí
Wenger að bralla.
Wenger að bralla.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger segir ekki mikið af vandamálum innan herbúða Arsenal en er orðinn þreyttur á því að vera dæmdur eftir hvern einasta leik.

Wenger segir vörnina þurfa að ná sér á strik og vill ekki vera dæmdur fyrr en eftir tímabilið.

,,Það er alltaf mjög mikilvægt að liðið nái sér strax aftur eftir tap, við viljum koma til baka sterkari en áður, sérstaklega varnarlega," sagði Wenger.

,,Við sýndum reynsluleysi í varnarleiknum gegn Stoke en hefðum getað skorað fjögur eða fimm mörk í leiknum, sem sannar að leikmennirnir eru að bregðast rétt við.

,,Úrvalsdeildin er sterk deild og eina sem við biðjum um er að vera dæmdir eftir tímabilið. Við viljum ekki vera dæmdir eftir hvern einasta leik, við þurfum að ná upp varnarleiknum og sjá svo hvar við endum í maí."

Athugasemdir
banner
banner