Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. desember 2015 11:49
Magnús Már Einarsson
Meiðsli Sturridge ekki eins slæm og óttast var
Mynd: Getty Images
Meiðsli Daniel Sturridge, framherja Liverpool, eru ekki eins slæm og óttast var samkvæmt frétt Sky í gær.

Sturridge meiddist aftan í læri gegn Newcastle og í gær var greint frá því að hann yrði frá keppni í nokkrar vikur.

Sky segir hins vegar að eftir rannsóknir séu menn hjá Liverpool bjartsýnari en áður með meiðsli Sturridge.

Leikmaðurinn missir væntanlega af komandi leikjum gegn WBA, Watford og Sion en gæti snúið aftur gegn Leicester á annan dag jóla.

Sturridge á sér meiðslasögu sem gæti fyllt upp í heila bók en hann hefur einungis leikið þrjá leiki síðan Jurgen Klopp tók við Liverpool í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner