Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. desember 2017 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikir: Valur gerði jafntefli við ÍA - Liðin borguðu sig inn
Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar.
Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar.
Mynd: Anna Þonn
Keflvíkingar léku á als oddi.
Keflvíkingar léku á als oddi.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
ÍA og Valur áttust við í æfingaleik í Akraneshöllinni í dag. Íslandsmeistarar Vals komust 2-0 yfir með mörkum Kristins Inga Halldórssonar og Sigurðar Egils Lárussonar, en Skagamenn, sem leika nú undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar, háðu endurkomu og jöfnuðu metin í 2-2.

Um var að ræða styrktarleik fyrir Kidda Jens, stuðningsmann ÍA, en hann hefur barist við erfið veikindi síðan árið 1999. Bæði lið og dómarar leiksins borguðu sig inn á leikinn til að styrkja Kidda. Þeim sem vilja styrka Kidda Jens beint bendum við á eftirfarandi reikningsupplýsingar: 552-14-402440 kt. 081173-4359.

Keflavík og Víðir spiluðu einnig æfingaleik í vikunni. Þar mættu Keflvíkingar og völtuðu yfir nágranna sína. KH lagði KV einnig eftir að hafa lent 3-0 undir.

ÍA 2 - 2 Valur
0-1 Kristinn Ingi Halldórsson ('38)
0-2 Sigurður Egill Lárusson ('47)
1-2 Bjarki Steinn Bjarkason ('58)
2-2 Gylfi Brynjar Stefánsson ('76)

Keflavík 6 - 1 Víðir
Mörk Keflavíkur: Adam Árni Róbertsson 2, Rúnar Sigurgeirsson 2, Adam Pálsson 1, og Einar Orri Einarsson 1

KH 4 - 3 KV
0-1 Markaskorara vantar
0-2 Markaskorara vantar
0-3 Markaskorara vantar
1-3 Ingólfur Sigurðsson
2-3 Sigmar Bjarni Sigurðsson
3-3 Kristinn Magnús Pétursson
4-3 Garðar Guðnason

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner