Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. desember 2017 21:30
Kristófer Jónsson
Bild: Búið að reka Bosz frá Dormund
Mynd: Getty Images
Þýski fjölmiðillinn Bild heldur því fram í kvöld að stjórn Borussia Dortmund hafi ákveðið að reka Peter Bosz úr stjórastarfinu eftir 2-1 tap liðsins gegn Werder Bremen í dag.

Peter Bosz tók við sem knattspyrnustjóri Dortmund í sumar af Thomas Tuchel eftir að hafa náð góðum árangri með Ajax. Lítið hefur hins vegar gengið hjá Dortmund á þessu tímabili en til að mynda mistókst liðinu að komast uppúr Meistaradeildarriðli sínum.

Þá hefur Dortmund ekki unnið leik í deildinni síðan í lok september en eftir tap liðsins gegn Werder Bremen fyrr í dag á Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, að hafa fengið nóg.

Samkvæmt Bild var Bosz rekinn eftir leik dagsins og verður tilkynning um það send út á morgun. Bild er eitt stærsta og virtasta blað Þýskalands og hefur yfirleitt rétt fyrir sér í svona málum.
Athugasemdir
banner
banner
banner