Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. desember 2017 15:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Í dag vorum við þreyttir
Mynd: Getty Images
„Þegar þú tapar leik þá verðurðu að vera vonsvikinn," var með því fyrsta sem Antonio Conte, stjóri Chelsea, sagði við blaðamenn eftir 1-0 tap gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Eina markið skoraði Marko Arnautovic fyrir West Ham eftir sex mínútur. Lærisveinar Conte reyndu hvað þeir gátu til að jafna en þegar dómarinn flautaði leikinn af var staðan enn 1-0.

„Í dag vorum við þreyttir. Það er erfitt að spila svona marga leiki á sama liðinu," sagði Conte.

„Þú verður að vera fljótur að færa boltann. En ég endurtek, í dag voru leikmennirnir mínir þreyttir, sérstaklega í síðustu sendingunni, við gerðum mörg mistök."

„Við sköpuðum mörg færi en okkur tókst ekki að skora. Við verðum að taka leik fyrir leik."

„Við megum ekki gleyma að þessi deild er mjög erfið. Það eru sex
lið í hæstu gæðaflokki og fjögur fara í Meistaradeildina. Við verðum að berjast og gera okkar besta."

Athugasemdir
banner
banner