Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. desember 2017 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hallgrímur spilaði hálfleik í tapi gegn botnliðinu
Hallgrímur í baráttunni.
Hallgrímur í baráttunni.
Mynd: Getty Images
FC Helsingor 2 - 1 Lyngby
1-0 Tobias Harro Christensen ('21)
2-0 Mikkel Basse ('27)
2-1 Mikkel Rygaard Jensen ('55)

Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson spilaði fyrri hálfleikinn þegar lið hans Lyngby tapaði gegn botnliði Helsingor í dönsku úrvalsdeildinni.

Hallgrímur er að stíga upp úr meiðslum en hann var að byrja sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni í langan tíma.

Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Helsingor og þjálfara Lyngby var nóg boðið. Hann gerði tvöfalda breytingu í hálfleik og var Hallgrímur annar þeirra sem fór af velli.

Lyngby náði að minnka muninn eftir 10 mínútur í seinni hálfleiknum en lengra komust þeir ekki.

Lyngby hefur ekki verið að spila vel, er í tíunda sæti af 14 liðum með 18 stig eftir 19 leiki.
Athugasemdir
banner