lau 09. desember 2017 07:30
Ingólfur Stefánsson
Dýrasta viðureign sögunnar á morgun?
Lukaku kostaði 90 milljónir punda
Lukaku kostaði 90 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Manchester slagurinn á sunnudag gæti orðið dýrasta viðureign í sögu knattspyrnunnar þegar litið er á kostnað byrjunarliðanna.

Bæði lið hafa eytt háum fjárhæðum á leikmannamarkaðinum undanfarin ár og samanlagður kostnaður liðanna fyrir slaginn á Old Trafford gæti farið yfir 700 milljónir punda.

Þetta gæti gerst þrátt fyrir að Paul Pogba sem kostaði 93 milljónir punda sé í leikbanni og að John Stones og Benjamin Mendy sem kostuðu samanlagt 99 milljónir punda séu á meiðslalistanum. Þá er talið ólíklegt að Luke Shaw byrji leikinn en hann kostaði 28 milljónir punda á sínum tíma.

Topplið Manchester City gæti stillt upp liði sem kostar samanlagt 358,4 milljónir punda og byrjunarliðið hjá United gæti kostað 334,2 milljónir punda.

Romelu Lukaku og Anthony Martial eru dýrustu leikmennirnir sem eru líklegir til að byrja leikinn hjá United. Lukaku kostaði 90 milljónir punda og Martial 57,6 milljónir punda.

Hjá City eru þeir Kevin De Bruyne sem kostaði 54,5 milljónir, Leroy Sane sem kostaði 50 milljónir og Raheem Sterling á 49 milljónir dýrastir.

Líklegt byrjunarlið Manchester City:


Líklegt Byrjunarlið Manchester United:

Athugasemdir
banner
banner
banner