Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. desember 2017 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jóhann Berg lagði upp sigurmark Burnley
Burnley heldur áfram að koma öllum óvart.
Burnley heldur áfram að koma öllum óvart.
Mynd: Getty Images
Defoe henti í tvennu.
Defoe henti í tvennu.
Mynd: Getty Images
Burnley lagði Watford að velli í uppgjöri spútnikliðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það var aðeins eitt mark sem skildi liðin að og það gerði Scott Arfield eftir undirbúning frá íslenska landsliðsmanninum Jóhanni Berg Guðmundssyni. Jóhann Berg hefur verið afar duglegur við að leggja upp mörk á tímabilinu.

Burnley er í sjöunda sætinu með 28 stig, rétt eins og Lundúnaliðin Tottenham og Arsenal. Watford er í áttunda sæti með 22 stig.

Tottenham valtaði yfir Stoke 5-1 og skoraði Harry Kane tvö mörk. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Tottenham.

Huddersfield vann Brighton í uppgjöri nýliða, Swansea lagði West Brom með sigurmarki Wilfried Bony og Jermain Defoe skoraði tvö þegar Crystal Palace og Bournemouth skildu jöfn.

Burnley 1 - 0 Watford
1-0 Scott Arfield ('46 )
Rautt spjald: Marvin Zeegelaar, Watford ('40)

Crystal Palace 2 - 2 Bournemouth
0-1 Jermain Defoe ('10 )
1-1 Luka Milivojevic ('41 , víti)
2-1 Scott Dann ('44 )
2-2 Jermain Defoe ('46 )

Huddersfield 2 - 0 Brighton
1-0 Steve Mounie ('12 )
2-0 Steve Mounie ('43 )

Swansea 1 - 0 West Brom
1-0 Wilfried Bony ('81 )

Tottenham 5 - 1 Stoke City
1-0 Ryan Shawcross ('21 , sjálfsmark)
2-0 Son Heung-Min ('53 )
3-0 Harry Kane ('54 )
4-0 Harry Kane ('65 )
5-0 Christian Eriksen ('74 )
5-1 Ryan Shawcross ('80 )

Leikur Newcastle og Leicester hefst 17:30 Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner