lau 09. desember 2017 19:31
Kristófer Jónsson
England: Sjálfsmark Ayoze Perez réði úrslitum
Ayoze Perez skoraði sjálfsmark
Ayoze Perez skoraði sjálfsmark
Mynd: Getty Images
Newcastle 2 - 3 Leicester City
1-0 Joselu ('4 )
1-1 Riyad Mahrez ('20 )
1-2 Demarai Gray ('60 )
2-2 Dwight Gayle ('73 )
3-2 Ayoze ('86 , sjálfsmark)

Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að klárast rétt í þessu en þá tók Newcastle við liði Leicester á St. James' Park.

Það voru heimamenn sem að byrjuðu betur en þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Joselu og kom Newcastle yfir.

Á tuttugustu mínútu jafnaði hins vegar hinn alsírski Riyad Mahrez með flottu skoti fyrir utan teig. Þannig hélst staðan þegar að dómari leiksins flautaði til hálfleiks.

Þegar um fimmtán mínútur voru liðnar af seinni hálfleik kom Demarai Gray gestunum yfir áður en að Dwight Gayle jafnaði metin á 73.mínútu.

Úrslitin réðust svo á 86.mínútu þegar að Ayoze Perez varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og 3-2 sigur Leicester staðreynd. Leicester stekkur uppí áttunda sæti með sigrinum á meðan að Newcastle situr í því sextánda.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner