Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 09. desember 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giggs lýsir yfir áhuga á þjálfarastöðunni hjá Wales
Giggs vill fara að demba sér út í þjálfun aftur.
Giggs vill fara að demba sér út í þjálfun aftur.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs hefur áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari Wales. Þetta staðfesti hann í samtali við Sky Sports.

Giggs lék allan leikmannaferil sinn hjá Manchester United, en allur þjálfaraferill hans hingað til hefur líka verið hjá United. Hann tók liðinu í skamman tíma eftir að David Moyes var rekinn og var aðstoðarmaður Louis van Gaal hjá félaginu.

Hann hefur verið án starfs síðan Jose Mourinho tók við Man Utd. Þrátt fyrir að vera ekki með starf hefur hann verið orðaður við fjöldamörg stjórastörf, þar á meðal í ensku úrvalsdeildinni.

Nú þykir hann hins vegar einna líklegastur í að taka við Wales af Chris Coleman sem hætti á dögunum.

„Auðvitað hef ég áhuga," sagði Giggs, sem lék 64 landsleiki fyrir Wales, við Sky Sports. „Ég spilaði fyrir Wales og ég hef sagt að vilji fara aftur út í þjálfun. Þetta er spennandi starf."

„Ég spilaði fyrir United, ég spilaði fyrir Wales, þetta eru tvö bestu störfin fyrir mig."

„Ég hef ekki talað við neinn á þessari stundu en ég er klárlega áhugasamur."

Ásamt Giggs hafa menn eins og Craig Bellamy, Tony Pulis og Thierry Henry verið orðaðir við starfið hjá Wales.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner