Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. desember 2017 07:00
Ingólfur Stefánsson
„Henderson mun bregðast rétt við"
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp fyrrum leikmaður Liverpool var hissa á því þegar Jordan Henderson fyrirliði liðsins var settur á varamannabekkinn fyrir leik gegn Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Fjarvera Henderson kom ekki að sök því Liverpool vann öruggan 7-0 sigur og tryggði sæti sitt í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Búist er við því að Henderson komi aftur inn í byrjunarlið Liverpool í nágrannaslagnum gegn Everton á sunnudag og Redknapp hefur trú á því að Henderson muni bregðast rétt við aðstæðunum.

„Ég var hissa á því að sjá Henderson á bekknum, þú hefðir ekki séð Steven Gerrard á bekknum í svona leik. Það gæti verið eitthvað vandamál þarna en ég er mikill aðdáandi Henderson."

„Ef hann spilar ekki um helgina er þetta annað mál en ég held að hann muni spila og við munum gleyma þessu fljótt. Hann er frábær karakter og ég held að hann muni bregðast hárrétt við. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum og hann virðist vera frábær náungi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner