Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. desember 2017 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Berglind og stöllur hafa tapað fjórum af síðustu fimm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verona tapaði sínum fjórða leik af síðustu fimm í ítölsku úrvalsdeildinni þennan laugardaginn.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem tryggði Verona í síðasta leik gegn Empoli, spilaði í dag á meðan Arna Sif Ásgrímsdóttir var fjarverandi. Shameeka Fishley, fyrrum leikmaður Sindra, var í byrjunarliði Verona, rétt eins og Berglind Björg.

Leikurinn, sem var gegn Tavagnacco, fór ekki vel fyrir Verona. Miðað við tölfræði úr leiknum var Tavagnacco með algjöra yfirburði og vann sanngjarnan 2-0 sigur.

Verona er í áttunda sæti deildarinnar með átta stig eftir átta leiki.

Hitt Íslendingalið deildarinnar, Fiorentina, er í sjötta sæti eftir tap í gær. Sigrún Ella Einarsdóttir kom ekki við sögu í 2-0 tapi gegn Juventus sem situr á toppnum með fullt hús.

Sjá einnig:
Ingibjörg hafnaði tilboði frá Fiorentina
Athugasemdir
banner
banner
banner