lau 09. desember 2017 08:15
Ingólfur Stefánsson
Lárus Orri: Nauðsynlegt að stokka upp liðið
Lárus Orri Sigurðsson
Lárus Orri Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Þórs Akureyri síðan í sumar. Þeir Kristján Örn Sigurðsson, Orri Freyr Hjaltalín og Jóhann Helgi Hannesson hafa allir yfirgefið liðið og í gærkvöldi var ljóst að Sigurður Marínó Kristjánsson og Gunnar Örvar Stefánsson myndu bætast í þennan hóp.

Þórsarar hafa styrkt hópinn á móti og fengið til liðsins Bjarka Þór Viðarsson frá KA, Admir Kubat frá Þrótti Vogum og Alvaro Montejo frá ÍBV. Í gærkvöldi var svo gengið frá samningum við bandaríska framherjann Anthony Powell sem hefur verið á reynslu hjá liðinu.

Lárus Orri Sigurðsson þjálfari liðsins er bjarstýnn fyrir komandi tímabili og segir að í þessum breytingum felist tækifæri.

„Auðvitað hefðum við viljað halda einhverjum þeirra leikmanna sem fóru en ég held að það hafi verið nauðsynlegt að stokka upp liðið. Það eru spennandi tímar framundan.“

„Hópurinn lítur vel út og það er ekki útilokað að hann eigi eftir að stækka áður en flautað verður til leiks í maí,“ segir Lárus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner