Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. desember 2017 10:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd býður liðum að kaupa Luke Shaw
Powerade
Er Shaw á förum?
Er Shaw á förum?
Mynd: Getty Images
Aubameyang gæti endað hjá Everton.
Aubameyang gæti endað hjá Everton.
Mynd: Instagram
Það er komið að því að kíkja á slúðrið þennan laugardaginn. Njótið!



Manchester United hefur boðið fjölda úrvalsdeildarliða að kaupa Luke Shaw (22). Jose Mourinho, stjóri Man Utd, er að safna fjármunum fyrir janúargluggann. (Daily Record)

Markvörðurinn Thibaut Courtois (25) gæti hafnað nýjum samningi frá Chelsea og farið til Real Madrid. (Mail)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er opinn fyrir þeirri hugmynd að fá Gareth Bale (28) aftur til félagsins frá Evrópuemeisturum Real Madrid. (Express)

Steven N'Zonzi (28) er ekki í hópi Sevilla gegn Real Madrid um helgina. Hann er væntanlega á förum frá Sevilla, en hann hefur verið orðaður við Arsenal. (Metro)

Arsenal á enn eftir að bjóða Jack Wilshere (25) nýjan samning. Samningur hans rennur út næsta sumar. (Telegraph)

Theo Walcott (28) er ósáttur með lítinn spiltíma hjá Arsenal og mun ekki ræða við félagið um nýjan samning fyrr en að þessu tímabili loknu. (Times)

Claude Puel, stjóri Leicester, hefur sagt Alsírmanninuim Riyad Mahrez (26) að láta ekki sögusagnir trufla sig. (Leicester Mercury)

Sam Allardyce, stjóri Everton, vill ekki útiloka óvænt tilboð í Pierre-Emerick Aubameyang (28), sóknarmann Borussia Dortmund. (Four Four Two)

David Moyes ætlar ekki að leyfa markverðinum Joe Hart (30) að binda endi á lánsdvöl sína hjá West Ham. Hart er að missa byrjunarliðssæti sitt hjá félaginu. (Mail)

David Sullivan, eigandi West Ham, vill ekki að félagið kaupi „gamla leikmenn". Hann er ekki búinn að segja Moyes frá þessu. (Sun)

Gabriel Agbonlahor (31) er búinn að koma sér aftur í form og fær eitt tækifæri í viðbót til að sanna hjá Aston Villa. (Daily Star)

Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Bayern og Chelsea, er að flytja aftur til Lundúna. Hann vill taka upp þráðinn og hefja störf að nýju í enskuu úrvalsdeildinni. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner