lau 09. desember 2017 06:00
Ingólfur Stefánsson
Stefnt á frekari stækkun á Anfield
Ný aðalstúka var vígð árið 2016
Ný aðalstúka var vígð árið 2016
Mynd: Getty Images
Peter Moore framkvæmdarstjóri Liverpool segir að klúbburinn stefni á að stækka völlinn enn frekar en 10 þúsund sætum var bætt við aðalstúku vallarins árið 2016.

Völlurinn tekur nú rúmlega 54 þúsund manns en Moore vill bæta við um 6000 sætum svo 60 þúsund manns komist fyrir á vellinum.

„Við erum með leyfi til ársins 2019 til þess að bæta við 6000 sætum í viðbót. Ég veit að fyrir hvern miða sem við seljum eru 10 manns sem vilja hann."

Moore segir að Liverpool þurfi stærri völl til að halda í við keppinauta sína. Tottenham munu flytja á nýjan 61 þúsund manna völl á næsta tímabili og þá er Anfield minni en heimavellir Manchester United, Manchester City og Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner