Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. desember 2017 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Herfilegt gengi Dortmund heldur áfram
Mynd: Getty Images
Það gengur hvorki né rekur hjá Borussia Dortmund. Eftir fína fyrstu leiki hefur leiðin einungis legið niður á við. Í dag tapaði liðið á heimavelli gegn botnbaráttuliði Werder Bremen.

Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Werder.

Það er orðið mjög heitt undir Peter Bosz, þjálfara Dortmund, og kæmi það á óvart ef honum yrði ekki vikið úr starfi á næstu dögum. Dortmund hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok september. En á meðan eru erkifjendurnir í Bayern München á mikilli siglingu. Bayern lagði Frankfurt á útivelli með sigurmarki frá Arturo Vidal.

Bayern er nú með átta stiga forystu á toppi deildarinnar þar sem RB Leipzig gerði 2-2 jafntefli gegn Mainz.

Hamburg og Wolfsburg gerðu markalaust jafntefli.

Borussia D. 1 - 2 Werder
0-1 Maximilian Eggestein ('26 )
1-1 Pierre Emerick Aubameyang ('57 )
1-2 Theodor Gebre Selassie ('65 )

RB Leipzig 2 - 2 Mainz
1-0 Kevin Kampl ('29 )
1-1 Robin Quaison ('39 )
2-1 Timo Werner ('45 , víti)
2-2 Emil Berggreen ('86 )

Eintracht Frankfurt 0 - 1 Bayern
0-1 Arturo Vidal ('20 )
Rautt spjald: Marius Wolf, Eintracht Frankfurt ('73)

Hamburger 0 - 0 Wolfsburg
Athugasemdir
banner
banner
banner