Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 09. desember 2017 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan: Myndi ekki skipta út 33 titlum fyrir Meistaradeildina
Zlatan er orðinn 36 ára gamall.
Zlatan er orðinn 36 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður Manchester United, segir að sigur í Meistaradeildinni breyti litlu fyrir sig.

Zlatan hefur unnið titla á öllum stöðum þar sem hann hefur verið, en það vantar einn titil í bikarsafnið, Meistaradeildargull.

„Mig vantar einn titil," sagði Zlatan í samtali við Sky Sports á Ítalíu. „En ég segi við sjálfan mig: ef ég hefði unnið Meistaradeildina hefði ég verið betri leikmaður? Nei. Með því að vinna hana ekki, er ég þá verri leikmaður? Nei," sagði Zlatan.

„Væri ég til í að vinna Meistaradeildina, auðvitað. En það eru líka til leikmenn sem hafa unnið Meistaradeildina og horfið svo. Ég hef unnið titla á hverju einasta tímabili. Ég myndi ekki skipta á þessum 20 árum og 33 titlum fyrir að vinna Meistaradeildina einu sinni."

Zlatan á enn séns á að vinna Meistaradeildina þar sem Manchester United er komið í 16-liða úrslit keppninnar á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner