Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 10. janúar 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Fótbolta.net mótið: Breiðablik lagði tíu FH-inga
Arnór skoraði bæði mörk Blika.
Arnór skoraði bæði mörk Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 1 FH
1-0 Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('45, víti)
1-1 Jérémy Serwy ('61)
2-1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('82)
Rautt spjald: Pétur Viðarsson ('45)

Breiðablik sigraði FH 2-1 í Fótbolta.net mótinu í dag en leikið var í Fífunni.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson kom Blikum yfiir úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks eftir að Pétur Viðarsson fékk boltann í hendina. Pétur var ósáttur við dóminn og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að rífa kjaft við Pétur Guðmundsson dómara.

Þrír erlendir leikmenn voru á reynslu hjá FH í dag auk þess sem Hlynur Atli Magnússon, fyrrum leikmaður Þórs, spilaði í hjarta varnarinnar hjá liðinu.

Einn af erlendu leikmönnunum, Jeremy Serwy, jafnaði fyrir FH með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu eftir rúman klukkutíma.

Arnór Sveinn hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta og hann tryggði Blikum sigur á 82. mínútu með skoti framhjá hinum unga Kristjáni Pétri Þórarinssyni sem var í markinu.

Byrjunarlið Breiðabliks: Gunnleifur Gunnleifsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Damir Muminovic, Elfar Freyr Helgason. Ósvald Jarl Traustason, Oliver Sigurjónsson, Olgeir Sigurgeirsson, Arnþór Ari Atlason, Höskuldur Gunnlaugsson, Árni Vilhjálmsson, Ellert Hreinsson.
Byrjunarlið FH: Kristján Pétur Þórarinsson, Jonathan Hendrickx, Pétur Viðarsson, Hlynur Atli Magnússon, Böðvar Böðvarsson, Sam Hewson, Alain-Pierre Mendy, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Jérémy Serwy, Steven Lennon, Amath Diedhiou.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner