Leikurinn hefst 12 að íslenskum tíma
Klukkan 12 verður flautað til leiks Kína og Íslands í Kínabikarnum, æfingamóti. Leikið er í borginni Nanning í suðurhluta Kína. Leikurinn verður 20 að staðartíma en klukkan 12 að íslenskum tíma. Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni og mun Hörður Magnússon sjá um lýsingu.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Þetta er undanúrslitaleikur. Liðið sem vinnur fer beint í úrslitaleikinn þar sem mótherjinn verður Króatía eða Síle en þau lið eigast við eftir sólarhring.
Mikill áhugi er fyrir mótinu í Kína og það er uppselt á leikinn, það verða um 60 þúsund manns í stúkunni. Kína er í 82. sæti á heimslista FIFA.
Ekki er um opinberan landsleikjadag að ræða. Lið heimamanna er nánast að öllu leyti skipað leikmönnum sem spila í Kína. Í íslenska liðinu vantar marga lykilmenn og því fá leikmenn sem hafa verið að banka á dyrnar og ungir leikmenn tækifæri til að sýna sig í þessari ferð. Það má þó finna nokkra leikmenn sem hafa verið í stórum hlutverkum í undankeppni HM.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Jón Guðni Fjóluson
Kári Árnason
Kristinn Jónsson
Theodór Elmar Bjarnason
Björn Daníel Sverrisson
Guðlaugur Victor Pálsson
Arnór Smárason
Elías Már Ómarsson
Björn Bergmann Sigurðarson.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir