Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. janúar 2017 20:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Man Utd samþykkir tilboð Everton í Schneiderlin
Schneiderlin er á leið til Everton.
Schneiderlin er á leið til Everton.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur samþykkt tilboð Everton í franska miðjumanninn Morgan Schneiderlin. Þetta kemur fram á vef BBC í kvöld.

Tilboðið sem var samþykkt er sagt hljóma upp á 22 milljónir punda.

Schneiderlin, sem er 27 ára gamall, kom til United frá Southampton í júlí 2015, þá fyrir 25 milljónir punda.

Hann hefur leikið 47 leiki síðan hann kom til Man Utd, en hann hefur aðeins komið við sögu í áttu undir stjórn Jose Mourinho á þessu tímabili.

Hann verður annar leikmaðurinn sem Everton fær til sín í þessum glugga, en áður hafði félagið samið við hinn efnilega Ademola Lookman frá Charlton.

Ef Schneiderlin, sem var líka sagður á óskalista West Brom, fer til Everton þá er hann að fara að vinna með Ronald Koeman, stjóra liðsins, í annað sinn, þar sem þeir félagar unnu saman í tvö ár hjá Southampton.
Athugasemdir
banner
banner
banner