Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 10. janúar 2017 15:08
Elvar Geir Magnússon
Ósvald Jarl í Leikni (Staðfest)
Ósvald í leik með Leikni 2013.
Ósvald í leik með Leikni 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Ósvald Jarl Traustason er genginn í raðir Leiknis í Breiðholti frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki. Þetta kemur fram á heimasíðu Breiðhyltinga.

Ósvald hefur áður leikið með Leiknismönnum og þekkir því vel til. Fyrstu meistaraflokksleikir hans voru með Leikni 2013 þegar hann kom á lánssamningi frá Blikum og lék átta leiki í 1. deildinni.

Síðan hefur Ósvald, sem verður 22 ára á þessu ári, leikið með Fram og Gróttu.

Hann hefur leikið 53 leiki í meistaraflokki, þar af 15 með Blikum í Pepsi-deildinni. Þá á hann 24 landsleiki með U19 og U17 ára liðum Íslands.

Leiknismenn féllu úr Pepsi-deildinni 2015 og höfnuðu í sjöunda sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra. Þjálfaraskipti urðu hjá félaginu eftir tímabilið og Kristófer Skúli Sigurgeirsson, sem var aðstoðarþjálfari Breiðabliks, tók við stjórnartaumunum.
Athugasemdir
banner
banner