Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. janúar 2018 19:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Chelsea og Arsenal: Sanchez óvænt á bekknum
Sanchez byrjar á bekknum, þykir það ýta undir sögusagnir að hann sé á leið til Manchester City.
Sanchez byrjar á bekknum, þykir það ýta undir sögusagnir að hann sé á leið til Manchester City.
Mynd: Getty Images
Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal eigast við í undanúrslitum enska deildarbikarnum klukkan 20:00 í kvöld.

Búið er að tilkynna byrjunarliðin og þar eru stórar fréttir. Alexis Sanchez byrjar á varamannabekknum hjá Arsenal, þykir þetta ýta undir sögusagnir að hann sé á leið til Manchester City. fullyrt var fyrr í dag að hann myndi byrja leikinn.

Mesut Özil er ekki heldur í liðinu, hann er meiddur. Alex Iwobi sem hefur komist í fréttirnar fyrir að skemmta sér lengi á kvöldin er í byrjunarliðinu hjá Arsene Wenger.

Gríski varnarmaðurinn Konstantinos Mavroppanos, sem var keyptur til Arsenal fyrir nokkrum dögum, er á varamannabekknum.

Chelsea byrjar með sitt sterkasta lið með Eden Hazard og Alvaro Morata sem sína fremstu menn.

Hér að neðan er hægt að skoða byrjunarliðin.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois, Azpilicueta, Christensen, Rudiger, Moses, Kante, Fabregas, Drinkwater, Alonso, Hazard, Morata.
(Varamenn: Eduardo, Luiz, Zappacosta, Bakayoko, Willian, Pedro, Batshuayi)

Byrjunarlið Arsenal: Ospina, Bellerin, Chambers, Mustafi, Holding, Maitland-Niles, Wilshere, Xhaka, Iwobi, Welbeck, Lacazette.
(Varamenn: Macey, Mavroppanos, Mertesacker, Nelson, Elneny, Walcott, Sanchez)



Athugasemdir
banner
banner
banner