Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 10. janúar 2018 16:50
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Íslands gegn Indónesíu ef Heimir horfir á landsleikjafjölda
Icelandair
Hólmar Örn Eyjólfsson á æfingu í Indónesíu.
Hólmar Örn Eyjólfsson á æfingu í Indónesíu.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Böddi löpp ræðir við Sebastian Boxleitner þrekþjálfara.
Böddi löpp ræðir við Sebastian Boxleitner þrekþjálfara.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Heimir ræðir við Hilmar Árna Halldórsson.
Heimir ræðir við Hilmar Árna Halldórsson.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Margir leikmenn sem eru að banka á dyrnar eru í íslenska landsliðshópnum sem er í Indónesíu, en þar má líka finna reynslumeiri menn.

Leiknir eru tveir vináttuleikir, sá fyrri er gegn úrvalsliði sem valið var af almenningi og fer hann fram á morgun klukkan 11:30 að íslenskum tíma. Á sunnudaginn verður svo leikið gegn landsliði Indónesíu.

Erfitt er að spá fyrir um mögulegt byrjunarlið Íslands í leikjum sem þessum og ljóst að margar skiptingar verða frá Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara.

Ef Heimir myndi velja eins reynslumikið lið og mögulegt er, þegar horft er til landsleikjafjölda, yrði liðið á þennan veg (fjöldi A-landsleikja fyrir neðan nöfnin).


Eins og sjá má er reynsla manna ansi misjöfn. Rúnar Alex Rúnarsson og Frederik Schram hafa báðir leikið einn A-landsleik en sá fyrrnefndi er með fleiri landsleiki yngri landsliða.

Mestu reynsluna má finna á miðjunni, Ólafur Ingi Skúlason er reynslumesti leikmaðurinn í hópnum og í öðru sæti kemur Arnór Smárason.

Ekki er mikil landsliðsreynsla hjá sóknarmönnum hópsins en Kristján Flóki Finnbogason kemst í þetta lið þrátt fyrir að hafa aðeins leikið tvo leiki!

Ef við förum á hinn pólinn og setjum saman lið úr þeim leikmönnum sem fæsta landsleiki hafa spilað yrði það svona:


Hjörtur Hermannsson er með mesta landsliðsreynslu af þessum leikmönnum en nær þó ekki að skáka miðvörðunum Jóni Guðna og Hólmari Erni. Sjö leikmenn í hópnum í Indónesíu hafa ekki leikið A-landsleik.

Leikur Indónesíu og Íslands á morgun hefst klukkan 11:30 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV ásamt því að hann verður í textalýsingu hér á Fótbolta.net.



Markverðir:
Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)
Anton Ari Einarsson (Valur)
Fredrik Schram (Roskilde)

Varnarmenn:
Jón Guðni Fjóluson (Norrköping)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Levski Sofia)
Haukur Heiðar Hauksson (AIK)
Viðar Ari Jónsson (Brann)
Böðvar Böðvarsson (FH)
Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Orri Sigurður Ómarsson (Valur)

Miðjumenn:
Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Aron Sigurðarson (Tromsö)
Arnór Smárason (Hammarby)
Mikael Anderson (Venssyssel)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)

Sóknarmenn:
Óttar Magnús Karlsson (Molde)
Kristján Flóki Finnbogason (Start)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Hammarby)
Albert Guðmundsson (PSV Eindhoven)
Andri Rúnar Bjarnason (Helsingborg)
Athugasemdir
banner
banner