Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. janúar 2018 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Allir vilja sjá færri mistök
Mynd: Getty Images
„Allir leikir eru mismunandi. Berið þennan leik við síðasta leik okkar gegn Arsenal, þeir eru öðruvísi. Þeir voru mjög djúpir í þessum leik," sagði Antonio Conte, stjóri Chelsea, eftir markalaust jafntefli Chelsea og Arsenal í kvöld. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins.

„Auðvitað hefði ég viljað vinna leikinn en það jákvæða er að við héldum hreinu. Þegar um tveggja leikja einvígi er að ræða getur verið mikilvægt að halda hreinu á heimavelli."

„Við reyndum að vinna og fengum færi en nýttum þau ekki. Við verðum að gera betur á síðasta þriðjungnum."

Myndbandsdómgæsla var notuð í leiknum og m.a. til þess að sjá hvort Chelsea hefði átt að fá vítaspyrnu undir lok leiksins. Dómarinn ráðfærði sig við myndbandsdómarann og dæmdi ekki vítaspyrnu.

„Ég sá það ekki. Ég er viss um að dómarinn skoðaði atvikið. Ég er jákvæður í garð myndbandsdómgæslu. Allir vilja sjá færri mistök."
Athugasemdir
banner
banner
banner