Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 10. janúar 2018 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diafra Sakho gæti orðið liðsfélagi Sakho og Sako
Mynd: Getty Images
Crystal Palace er í viðræðum við West Ham um kaup á sóknarmanninum Diafra Sakho. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Sakho vildi ólmur komast frá West Ham síðasta sumar en fékk ekki ósk sína uppfyllta. Staðan hefur ekki breyst hjá Sakho núna og hann vill enn fara frá Lundúnafélaginu.

Hann hefur ekki byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Roy Hodgson, stjóri Palace, er á eftir öðrum sóknarmanni til að veita Christian Benteke samkeppni og þykir honum Sakho álitlegur kostur.

Ef Diafra Sakho fer til Palace mun hann verða liðsfélagi Mamadou Sakho og Bakary Sako. Ljóst er að það gæti reynst ákveðið vandamál fyrir þá sem lýsa fótboltaleikjum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner