Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. janúar 2018 10:05
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári: Vonandi nýta leikmenn tækifærið gegn Indónesíu
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikill heiður að vera hér," sagði Eiður Smári Guðjohnsen á fréttamannafundi í Indónesíu í dag. Eiður er mættur til Indónesíu til að fylgjast með vináttuleiknum gegn Íslandi á morgun en indónesíska knattspyrnusambandið bauð honum þangað.

Eiður kemur til Indónesíu frá Kína þar sem hann var í síðustu tökum á sjónvarpsþáttum um feril sinn sem Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, er að vinna að með honum. Þættirnir verða sýndir í Sjónvarpi Símans á þessu ári.

Íslenska landsliðið mætir Indónesíu bæði á morgun og á sunnudag og Eiður er spenntur að sjá leikina.

„Stundum er erfitt fyrir okkur að spila í janúar því við þá eru margir af okkar leikmönnum að spila í hinum ýmsu deildum. Það verða margir ungir og hæfileikaríkir leikmenn sem spila með Íslandi í þessum leikjum."

„Það eru leikmenn í hópnum sem eru að berjast um sæti í hópnum fyrir HM í Rússlandi. Það verður ekki tekið létt á því í þessum leikjum. Þetta gefur leikmönnum tækifæri til að sýna sig fyrir HM og þetta gefur þjálfurunum tækifæri til að sjá leikmenn sem eru nálægt hópnum. Vonandi nýta leikmenn tækifærið og gefa þjálfurunum eitthvað til að hugsa um."

Athugasemdir
banner