mið 10. janúar 2018 10:23
Magnús Már Einarsson
Eiður um Coutinho: Fjárhæðirnar orðnar ýktar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fjárhæðirnar í fótboltanum eru orðnar ýktar en þetta er heimurinn sem við lifum í," sagði Eiður Smári Guðjohnsen á fréttamannafundi í Indónesíu í dag þegar hann var spurður út í félagaskipti Philippe Coutinho til Barcelona.

Coutinho er næstdýrasti leikmaður sögunnar en Barcelona, fyrrum félag Eiðs, keypti hann frá Liverpool á 142 milljónir punda.

„Samkeppnin í fótboltanum er svo mikil að allir vilja hafa bestu leikmennina."

„Philippe Coutinho hefur verið framúrskarandi leikmaður hjá Liverpool og þess vegna vildi Barcelona kaupa hann. Ég er viss um að hann á eftir að standa sig mjög vel."


Michael Essien, fyrrum liðsfélagi Eiðs hjá Chelsea, spilar í dag með Persib Bandung í Indonesíu. Fréttamaður frá Indónesíu spurði Eið að því á fréttamannafundinum hvort hann ætli að nýta tækifærið í Indónesíu til að hitta Essien og spila með honum fótbolta.

„Ég hef ekki hitt Michael Essien í nokkur ár og það væri frábært að sjá hann. Ég efast samt um að við spilum fótbolta en maður á aldrei að segja aldrei," sagði Eiður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner