Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 10. janúar 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inter Milan rennir hýrum augum til Sturridge
Sturridge gæti verið á förum frá Liverpool.
Sturridge gæti verið á förum frá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Inter Milan er áhugasamt um að krækja í sóknarmanninn Daniel Sturridge frá Liverpool í janúar glugganum. Frá þessu greinir Sky á Ítalíu á þessum miðvikudegi.

Það er skilið sem svo að Inter vilji fá Sturridge á láni út tímabilið.

Sögur eru líka um það að Inter hafi líka áhuga á því að fá Andre Schurrle frá Borussia Dortmund.

Sturridge hefur bara komið við sögu í 14 leikjum á tímabilinu og hefur hann skorað í þeim þrjú mörk. Aðeins fimm af þessum leikjum hafa verið byrjunarliðsleikir.

Hinn 28 ára gamli Sturridge vill væntanlega fá meiri spiltíma þar sem HM er næsta sumar og hann gerir sér enn vonir um að komast þangað með enska landsliðinu.

Sturridge, sem hefur verið mjög meiðslahrjáður, hefur einnig verið orðaður við Southampton, Newcastle og West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner