Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. janúar 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leeds nælir í japanskan landsliðsmann (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Leeds hefur gengið frá kaupum á japanska landsliðsmanninn Yosuke Ideguchi. Hann kemur frá Gamba Osaka í Japan.

Ideguchi er miðjumaður sem á 11 landsleiki fyrir A-landslið Japan.

Hinn 22 ára gamli Ideguchi hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Leeds en kaupverðið er ekki gefið upp að svo stöddu.

Hann varður lánaður strax í burtu en komist hefur verið að samkomulagi við spænska B-deildarliðið Cultural Leonesa. Hann mun spila þar út þetta leiktímabil.

Ideguchi gæti spilað á HM í Rússlandi næsta sumar, en þar er Japan í riðli með Kólumbíu, Póllandi og Senegal.

Leeds er í sjötta sæti Championship-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner