Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. janúar 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Livermore ekki refsað fyrir rifrildið við stuðningsmanninn
Jake Livermore.
Jake Livermore.
Mynd: Getty Images
Jake Livermore, miðjumaður WBA, fær ekki refsingu frá enska knattspyrnusambandið eftir að hafa farið upp í stúku og rifist harkalega við stuðningsmenn West Ham í leik liðanna á dögunum.

West Ham hefur staðfest að grunur leiki á að lætin hafi byrjað þegar stuðningsmaðurinn öskraði ókvæðisorðum um son Livermore en hann lést skömmu eftir fæðingu árið 2014.

Stuðningsmenn West Ham öskruðu einnig ókvæðisorðum að Livermore um kókaín notkun hans en hann féll á lyfjaprófi skömmu eftir að sonur hans lést.

Enska knattspyrnusambandið rannsakaði málið og hefur nú ákveðið að Livermore verði ekki refsað.

Enska sambandið hefur hins vegar sent Livermore skilaboð til að minna hann á þá ábyrgð sem hann ber sem fyrirmynd.
Athugasemdir
banner
banner