Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. janúar 2018 00:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku fékk "vúdú" skilaboð um að hætta hjá Everton
Lukaku fékk
Lukaku fékk "voodoo" skilaboð þar sem honum var sagt að fara til Chelsea. Hann endaði hins vegar hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku var við það að skrifa undir nýjan samning við Everton á síðasta ári þangað til hann fékk "vúdú" skilaboð um að gera það ekki. Frá þessu sagði Fahrad Moshiri, eigandi Everton, á fundi í höfuðstöðvum félagsins í kvöld.

Moshiri segist hafa reynt allt sem hann gat til þess að sannfæra Lukaku um að vera áfram en að lokum voru það "vúdu" skilaboð sem skiptu sköpum fyrir belgíska framherjann.

„Hvað varðar Romelu, þá eyddi ég tveimur sumrum í að reyna að halda honum hjá félaginu. Ég talaði við hann, umboðsmann hans, móður hans," sagði Moshiri í kvöld.

„Við reyndum að bjóða honum betri samning en Chelsea en hann vildi spila fyrir Chelsea á þessum tíma. Ef ég segi ykkur hvað við buðum honum, þá munið þið ekki trúa því."

Lukaku var eins og áður segir nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Everton en þá breyttist allt.

„Umboðsmaður hans kom á Finch Farm (æfingasvæði Everton) til að við gætum skrifað undir en þá hringir Lukaku í móður sína og segist hafa fengið vúdú skilaboð um að hann ætti að fara til Chelsea. Hvað geturðu gert við því?"

Þetta gerðist um svipað leyti og Mino Raiola umboðsmaður Lukaku sagði að það væru engin vandamál og að hann væri að skrifa undir nýjan samning við Everton.

Allt kom hins vegar fyrir ekki. Hann neitaði að skrifa undir og var harðákveðinn í að fara sem hann svo gerði. Hann fór reyndar ekki til Chelsea, heldur Manchester United.

Frekar furðulegt allt saman. Hægt er að lesa meira um vúdú með því að smella hér. Sagt er að andar sem kallast loa komi til fylgjenda voodoo og gefi m.a. ráð eins og kannski gerðist í tilviki Lukaku.



Athugasemdir
banner
banner
banner