Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. janúar 2018 14:13
Elvar Geir Magnússon
Lukaku gæti farið í mál við eiganda Everton vegna vúdú ummæla
Lukaku er ekki sáttur við ummæli eiganda Everton.
Lukaku er ekki sáttur við ummæli eiganda Everton.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, sóknarmaður Manchester United, íhugar að fara í mál gegn Farhad Moshiri, eiganda Everton, vegna ummæla um að hann hafi yfirgefið Everton vegna vúdú skilaboða.

Moshiri sagði í gær að Lukaku hafi hafnað samningstilboði frá Everton síðasta sumar vegna „vúdú skilaboða sem sögðu honum að fara aftur til Chelsea".

Chelsea vildi fá Lukaku en fór á endanum til United.

Talsmaður Lukaku sagði við BBC að ummæli Moshiri væru algjört kjaftæði og að leikmaðurinn íhugaði að leita réttar síns vegna þessara ásakana.

Vúdú trú kemur frá Afríku og snýst meðal annars um helgiathafnir sem snúast um að ná sambandi við anda.

„Romelu er mjög kaþólskur og vúdú er ekki hluti af lífi hans eða trú. Hann hafði í raun ekki neina trú á Everton og verkefni Moshiri og félaga. Þess vegna vildi hann ekki skrifa undir nýjan samning. Hann vildi taka næsta skref á ferlinum," segir talsmaður Lukaku.
Athugasemdir
banner
banner
banner