Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. janúar 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Man Utd hækkar miðaverð Sevilla til að niðurgreiða fyrir sitt fólk
Manchester United mætir Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Manchester United mætir Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Manchester United ætlar að rukka stuðningsmenn Sevilla um 89 pund (12600 krónur) fyrir miða á leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Með þessu er Manchester United að svara Sevilla sem ætlar að rukka stuðningsmenn United um sömu upphæð í leiknum á Spáni.

Það er 35 pundum hærra verð en stuðningsmenn Liverpool borguðu fyrir miða á leikinn í Sevilla í riðlakeppninni en þá rukkaði spænska félagið 54 pund.

Manchester United óskaði eftir að Sevilla myndi lækka verðið en spænska félagið neitaði.

United ákvað þá að rukka stuðningsmenn Sevilla um 89 pund fyrir miðann á Old Trafford. United ætlar síðan að láta 35 pund af hverjum seldum miða þar renna til stuðningsmanna Manchester United sem ætla á leikinn á Spáni.

Með því nær Manchester United að niðurgreiða miðana fyrir stuðningsmenn sína og þeir enda á að borga 54 pund fyrir miða á leikinn á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner
banner