banner
   mið 10. janúar 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nígería undirbýr sig fyrir Messi og Ísland á heimavelli Leeds
John Obi Mikel og félagar undirbúa sig fyrir Íslendinga með leik gegn Englendingum.
John Obi Mikel og félagar undirbúa sig fyrir Íslendinga með leik gegn Englendingum.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest það að enska landsliðið muni leik vináttulandsleiki gegn Nígeríu og Kosta Ríka rétt fyrir HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.

Nígería mætir Englandi þann 2. júní og verður Kosta Ríka mótherjinn fimm dögum síðar.

Báðir leikirnir verða leiknir á Elland Road, heimavelli Leeds United.

„Á HM spilum við gegn þjóðum frá Afríku og Mið-Ameríku, þannig að það er gott að fá þessa leiki gegn Nígeríu og Kosta Ríka," sagði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga.

England er í riðli í Rússlandi með Belgíu, Panama og Túnis. Nígería hins vegar er í riðli með Argentínu, Króatíu og Íslandi.

Ísland og Nígería mætast 22. júní í annarri umferð riðlakeppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner