Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 10. janúar 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Pavon orðaður við Arsenal - Zlatan á förum frá Man Utd?
Powerade
Zlatan er óvænt orðaður við brottför frá Manchester United.
Zlatan er óvænt orðaður við brottför frá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Hvert fer Theo Walcott?
Hvert fer Theo Walcott?
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram með vangaveltur fyrir janúar gluggann og sumarið.



Manchester City hefur boðið Arsenal að fá 20 milljónir punda fyrir Alexis Sanchez (29). Talið er að Sanchez hafi sjálfur samþykkt samning hjá City upp á 250 þúsund pund í laun á viku. (Guardian)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar að greiða 27 milljóna punda riftunarverð í samningi Cristian Pavon (21) kantmanns Boca Juniors. (Tyc Sports)

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segist ætla að kaupa nýja leikmenn í þessum mánuði þrátt fyrir að liðið sé 16 stigum á eftir Barcelona. (Reuters)

Zlatan Ibrahimovic (36), framherji Manchester United, gæti farið frá liðinu í þessum mánuði. (Yahoo Sport)

Everton ætlar að berjast við Southampton um kaup á Theo Walcott (28) á 20 milljónir punda. (Mail)

Liverpool og Arsenal þurfa að borga að minnsta kosti 90 milljónir punda til að eiga möguleika á að fá Thomas Lemar (22) frá Mónakó. (Mirror)

Brasilíski kantmaðurinn Lucas Moura (25) hjá PSG hefur samþykkt að ganga í raðir Manchester United. Félögin eiga hins vegar eftir að ná saman um kaupverð. (Gazetta dello Sport)

Arsenal ætlar að bjóða Jack Wilshere (26) nýjan samning. Wilshere verður samningslaus í sumar en hann gæti neyðst til að taka á sig launalækkun til að vera áfram hjá félaginu. (Mirror)

Sevilla hefur áhuga á að fá Michy Batshuayi framherja Chelsea á láni. (ESPN)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, segist vera ánægður með Batshuayi en leikmaðurinn hefur einungis byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. (Sky Sports)

Istanbul Basaksehir í Tyrklandi er í viðræðum við Barcelona um kaupa á miðjumanninum Arda Turan (IBFK)

Stoke hefur spurst fyir um miðjumanninn Badou Ndiaye (27) hjá Galatasaray. (Sky sports)

Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Íra, þykir líklegastur í stjórastólinn hjá Stoke eftir að Gary Rowett, stjóri Derby, skrifaði undir nýjan samning. (Guardian)

Chelsea borgaði sjö milljónir punda til umboðsmanna fyrir kaupin á Ross Barkley en hann kom til félagsins frá Everton á fimmtán milljónir punda í síðustu viku. (Times)

Everton segir að nýr leikvangur á Bramley Moore gæti kostað í kringum 450 milljónir punda. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner