Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. janúar 2018 11:38
Elvar Geir Magnússon
Sá sem lék í marki Liverpool gegn KR er látinn
Tommy Lawrence.
Tommy Lawrence.
Mynd: Getty Images
Tommy Lawrence, fyrrum markvörður Liverpool, er látinn 77 ára að aldri. Lawrence lék fyrsta Evrópuleikinn á Anfield sem fram fór 1964 en KR var þá mótherjinn.

Liverpool átti ekki í vandræðum með KR-inga og vann 6-1 sigur en mark KR skoraði Gunnar Felixson, framhjá Lawrence.

Lawrence lék 390 leiki fyrir Liverpool á rúmlega fjórtán árum með aðalliðinu. Hann varð tvívegis Englandsmeistari undir stjórn hins goðsagnakennda Bill Shankly og var í liði Liverpool sem vann sinn fyrsta FA bikarmeistaratitil 1965.

Hann fékk viðurnefnið „fljúgandi svínið" meðal stuðningsmanna Liverpool þar sem hann þótti ótrúlega fimur milli stanganna þrátt fyrir að vera stór og mikill.

Lawrence komst í fréttirnar 2015 þegar fréttamaður BBC var að spyrja fólk á förnum vegi hvort það myndi eftir frægum grannaslag Liverpool og Everton frá 1967. Fyrir algjöra tilviljun rakst fréttamaðurinn á Lawrence en vissi ekki að hann hefði spilað leikinn. Þetta kostulega atvik má sjá hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner