mið 10. janúar 2018 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Gylfa, Tosun, Rooney og Bolasie vera "Fab Four"
Cenk Tosun er kominn til Everton.
Cenk Tosun er kominn til Everton.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fahrad Moshiri, eigandi Everton, er virkilega ánægður með kaupin á sóknarmanninum Cenk Tosun.

Tosun var keyptur til Everton frá Besiktast stuttu eftir að janúar glugginn opnaði, fyrir 27 milljónir punda. Hefur Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, sagt að Tosun sé besti sóknarmaður í Evrópu miðað við verðmiðann.

Tosun er ætlað að fylla það skarð sem Romelu Lukaku skyldi eftir þegar hann fór til Manchester United, hann á að skora mörk.

Eigandi Everton er eins og hér áður segir mjög ánægður með þessi kaup á tyrkneska landsliðsframherjanum.

„Núna erum við ánægðir með Cenk Tosun sem brennidepil í sóknarleiknum, Bolasie er að snúa aftur Sigurðsson, Rooney - við erum með okkar eigin útgáfu af Fab Four!" sagði hann á fundi í höfuðstöðvum Everton í gærkvöldi.

Sadio Mane, Phillipe Coutinho, Mo Salah og Roberto Firmino, leikmenn Liverpool, hafa verið kallaðir "Fab Four" á tímabilinu en það er tilvitnun í Bítlana. Nú er Everton með sína útgáfu af "Fab Four".

Sjá einnig:
Gylfi: Veit að Tosun er góður leikmaður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner